Rúnar Kristinsson er hættur með KR

Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson. Kristinn Ingvarsson
Eftir Kristján Jónsson

„Ég er hættur. Mig langaði að koma heim og spila á Íslandi áður en ég myndi hætta þessu. Það reyndist ekki eins skemmtilegt og ég átti von á en þegar fór að líða á mótið þá var markmiðið hjá KR bara að halda sér uppi. Þetta er búið að vera erfitt en við björguðum okkur og verðum bara að vera ánægðir með það. Ég hef alltaf reynt að gera mitt besta fyrir KR en ég er ekki alveg nægilega sáttur við mína spilamennsku í sumar. Ég hef verið í vandræðum með skrokkinn á mér enda ekki tvítugur lengur,“ sagði Rúnar.

„Allt gott sem endar vel“

Logi Ólafsson þjálfari liðsins var ánægður með að KR bjargaði sér frá falli. „Allt er gott sem endar vel. Við enduðum á því að halda okkar sæti í deildinni eftir að hafa verið í neðsta sæti allt mótið, meira eða minna. Þetta er því mjög kærkomið. Ég hef sagt það áður að KR eigi heima í Landsbankadeildinni og hún væri ekki söm án KR. Við erum því ánægðir með þessa niðurstöðu,“sagði Logi sem segist ekkert hafa rætt við forráðamenn KR um framhaldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert