Valur Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 20 ár

Valsmenn fagna titlinum á Laugardalsvelli í dag.
Valsmenn fagna titlinum á Laugardalsvelli í dag. Brynjar Gauti

Vals­menn tryggðu sér í dag Íslands­meist­ara­titil­inn í knatt­spyrnu í fyrsta skipti í 20 ár þegar þeir sigruðu HK, 1:0, í lokaum­ferð Lands­banka­deild­ar karla á Laug­ar­dals­vell­in­um. Atli Sveinn Þór­ar­ins­son skoraði sig­ur­markið strax á 13. mín­útu.

FH sigraði Vík­ing, 3:1. Val­ur fékk því 38 stig og FH 37 stig.

Skaga­menn enduðu í þriðja sæti, þeir gerðu jafn­tefli, 3:3, við Kefla­vík á meðan KR og Fylk­ir skildu jöfn, 1:1.

Fylgst var með gangi mála í texta­lýs­ing­um hér á mbl.is.

Í þess­ari lýs­ingu var fylgst með bar­áttu Vals og FH um titil­inn, sem og ein­vígi ÍA og Fylk­is um þriðja sætið sem get­ur gefið þátt­töku­rétt í UEFA-bik­arn­um. Í ann­arri lýs­ingu var svo fylgst með botn­bar­átt­unni.

Val­ur - HK 1:0, loka­töl­ur

90. Hörður Már Magnús­son með auka­spyrnu, rétt yfir mark Vals.

75. Áhorf­end­ur eru 2.352.

63. Helgi Sig­urðsson kemst í dauðafæri við víta­punkt HK og þrum­ar bolt­an­um í þverslána.

53. Stefán Eggerts­son með gott skot að marki Vals af 20 m færi en Kjart­an ver útvið stöng.

47. Oli­ver Jae­ger með hörku­skot að marki Vals frá víta­teig en Kjart­an ver.

46. Oli­ver Jae­ger í dauðafæri á markteig Vals en skall­ar beint á Kjart­an markvörð.

Staðan 1:0 í hálfleik.

42. Atli Sveinn Þór­ar­ins­son með skalla rétt fram­hjá marki HK eft­ir auka­spyrnu frá Rene Carlsen.

30. Bald­ur I. Aðal­steins­son fer meidd­ur af velli hjá Val og Hafþór Ægir Vil­hjálms­son kem­ur í hans stað.

24. Cal­um Þór Bett skor­ar fyr­ir HK en markið er dæmt af vegna brots á Kjart­ani markverði Vals.

22. Helgi Sig­urðsson í dauðafæri eft­ir skynd­isókn en skýt­ur fram­hjá marki HK.

17. Helgi Sig­urðsson skall­ar bolt­ann í mark HK en er dæmd­ur rang­stæður.

13. Atli Sveinn Þór­ar­ins­son kem­ur Val yfir með marki af stuttu færi eft­ir þunga sókn og fyr­ir­gjöf Bald­urs Aðal­steins­son­ar frá hægri.

7. Jón Þorgrím­ur Stef­áns­son fær send­ingu inn­fyr­ir vörn Vals frá Brynj­ari Víðis­syni en varn­ar­menn bjarga á síðustu stundu.

Lið Vals: Kjart­an Sturlu­son, Birk­ir Sæv­ars­son, Atli S. Þór­ar­ins­son, Barry Smith, Rene Carlsen, Bald­ur Aðal­steins­son, Sig­ur­björn Hreiðars­son, Pálmi Rafn Pálma­son, Bjarni Ólaf­ur Ei­ríks­son, Guðmund­ur Bene­dikts­son, Helgi Sig­urðsson.

Lið HK: Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son, Stefán Eggerts­son, Ásgrím­ur Al­berts­son, Finn­bogi Ll­or­ens, Jó­hann Björns­son, Her­mann Geir Þórs­son, Cal­um Þór Bett, Brynj­ar Víðis­son, Hörður Már Magnús­son, Jón Þorgrím­ur Stef­áns­son, Oli­ver Jae­ger.

Vík­ing­ur R. - FH 1:3, loka­töl­ur

Sin­isa V. Kekic kom Vík­ing­um yfir á 6. mín­útu, 1:0, en Denn­is Siim jafnaði met­in fyr­ir FH á 14. mín­útu með skoti af 30 m færi.

FH náði síðan for­yst­unni á 55. mín­útu, 1:2, með marki Matth­ías­ar Guðmunds­son­ar og í blá­lok­in skoraði Arn­ar Gunn­laugs­son, 1:3.

Lið Vík­ings: Ingvar Kale, Hösk­uld­ur Ei­ríks­son, Grét­ar Sig­urðar­son, Mi­los Glogovac, Hörður Bjarna­son, Þor­vald­ur Sveins­son, Jón B. Her­manns­son, Sin­isa V. Kekic, Viðar Guðjóns­son, Gunn­ar Kristjáns­son, Eg­ill Atla­son.

Lið FH: Daði Lárus­son, Guðmund­ur Sæv­ars­son, Denn­is Siim, Tommy Niel­sen, Freyr Bjarna­son, Ásgeir Gunn­ar Ásgeirs­son, Bjarki Gunn­laugs­son, Sig­ur­vin Ólafs­son, Matth­ías Guðmunds­son, Arn­ar Gunn­laugs­son, Tryggvi Guðmunds­son.

Kefla­vík - ÍA 3:3 loka­töl­ur

Hall­grím­ur Jónas­son kom Kefla­vík yfir á 2. mín­útu með skalla eft­ir send­ingu frá Mar­ko Kotilain­en. Vj­ekoslav Svadu­movic jafnaði fyr­ir ÍA á 15. mín­útu. Hall­grím­ur skoraði aft­ur og kom Kefla­vík í 2:1 á 20. mín­útu. Guðjón Árni Ant­on­íus­son skoraði síðan fyr­ir Kefla­vík, 3:1, á 26. mín­útu. Bjarni Guðjóns­son minnkaði mun­inn fyr­ir ÍA á 44. mín­útu, 3:2.

Jón Vil­helm Ákason jafnaði fyr­ir ÍA, 3:3, á 65. mín­útu, ný­kom­inn inná sem varamaður.

Lið Kefla­vík­ur: Bjarki F. Guðmunds­son, Guðjón Ant­on­íus­son, Guðmund­ur Mete, Kenn­eth Gustafs­son, Bran­islav Milicevic, Ein­ar Orri Ein­ars­son, Mar­ko Kotilain­en, Ni­kolai Jörgensen, Jón­as Guðni Sæv­ars­son, Hall­grím­ur Jónas­son, Magnús Þor­steins­son.

Lið ÍA: Páll Gísli Jóns­son, Kári Steinn Reyn­is­son, Árni Thor Guðmunds­son, Dario Cing­el, Heim­ir Ein­ars­son, Guðjón Heiðar Sveins­son, Andri Júlí­us­son, Helgi Pét­ur Magnús­son, Bjarni Guðjóns­son, Björn Berg­mann Sig­urðar­son, Vj­ekoslav Svadu­movic.

Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitlinum á Laugardalsvellinum í dag.
Vals­menn fagna Íslands­meist­ara­titl­in­um á Laug­ar­dals­vell­in­um í dag. Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert