Gæsahúð á Celtic Park

Gylfi Þór Orrason
Gylfi Þór Orrason

Gylfi Þór Orrason dæmdi á föstudaginn sinn síðasta knattspyrnuleik á löngum ferli en hann var um langt árabil í fararbroddi íslenskra knattspyrnudómara. Gylfi segir í viðtali við Morgunblaðið að eftirminnilegasti leikurinn á ferlinum hafi verið þegar hann dæmdi Evrópuleik á heimavelli Celtic í Skotlandi, frammi fyrir 60 þúsund áhorfendum. Hann hafi fengið gæsahúð þegar hann gekk inn á völlinn.

Gylfi er ekki hættur afskiptum af dómgæslu þó að hann dæmi ekki fleiri leiki. Hann hefur hug á að aðstoða og leiðbeina yngri dómurum og segir að hlúa þurfi betur að þeim.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert