Hvað er að hjá KR? er án efa spurning sem hefur dottið af vörum margra áhugamanna um íslenska knattspyrnu í sumar. KR endaði í öðru sæti á síðustu leiktíð undir stjórn Teits Þórðarsonar og nýir reyndir leikmenn bættust í leikmannahópinn s.l. vetur. Gunnlaugur Jónsson fyrirliði KR segir í viðtali við Morgunblaðið að KR þurfi að fara í naflaskoðun eftir afleitt gengi í Landsbankadeildinni.
seth@mbl.is
"Þetta er búið að vera rosalega erfitt sumar og það lýsir því kannski best að í búningsklefanum eftir lokaleikinn gegn Fylki sögðu menn varla orð – og störðu bara út í loftið þegar ljóst var að við vorum búnir að forða okkur frá falli. Kannski átti ég stóran þátt í því að gera hlutina óþarflega erfiða þar sem dæmd var vítaspyrna á mig á lokakaflanum gegn Fylki. Þeir jöfnuðu í 1:1 á lokamínútum leiksins og við þurftum því að stóla á önnur lið í þeirri stöðu. Maður hefur séð leikmenn og þjálfara sem hafa bjargað sér frá falli fagna þeirri niðurstöðu gríðarlega í lokaumferðinni en hjá okkur í KR var ástandið allt annað. Menn voru það spenntir að það kom ekki til greina að fagna," segir Gunnlaugur Jónsson fyrirlið KR.
Nánar í Morgunblaðinu í dag.