Hvað er að hjá KR?

Teitur Þórðarson, fyrrum þjálfari KR, og Gunnlaugur Jónsson ásamt Gunnari …
Teitur Þórðarson, fyrrum þjálfari KR, og Gunnlaugur Jónsson ásamt Gunnari Einarssyni fyrrum leikmanni KR. Brynjar Gauti

Hvað er að hjá KR? er án efa spurning sem hefur dottið af vörum margra áhugamanna um íslenska knattspyrnu í sumar. KR endaði í öðru sæti á síðustu leiktíð undir stjórn Teits Þórðarsonar og nýir reyndir leikmenn bættust í leikmannahópinn s.l. vetur. Gunnlaugur Jónsson fyrirliði KR segir í viðtali við Morgunblaðið að KR þurfi að fara í naflaskoðun eftir afleitt gengi í Landsbankadeildinni.

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson

seth@mbl.is

"Þetta er búið að vera rosalega erfitt sumar og það lýsir því kannski best að í búningsklefanum eftir lokaleikinn gegn Fylki sögðu menn varla orð – og störðu bara út í loftið þegar ljóst var að við vorum búnir að forða okkur frá falli. Kannski átti ég stóran þátt í því að gera hlutina óþarflega erfiða þar sem dæmd var vítaspyrna á mig á lokakaflanum gegn Fylki. Þeir jöfnuðu í 1:1 á lokamínútum leiksins og við þurftum því að stóla á önnur lið í þeirri stöðu. Maður hefur séð leikmenn og þjálfara sem hafa bjargað sér frá falli fagna þeirri niðurstöðu gríðarlega í lokaumferðinni en hjá okkur í KR var ástandið allt annað. Menn voru það spenntir að það kom ekki til greina að fagna," segir Gunnlaugur Jónsson fyrirlið KR.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert