Ólafur Þórðarson er hættur störfum sem þjálfari knattspyrnuliðs Fram en þetta kemur fram í tilkynningu sem Framarar sendu frá sér í kvöld. Ólafur tók við Fram fyrir þetta tímabil og þeir enduðu í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar.
Í tilkynningunni segir að stjórn Fram hafi mótað stefnu sem miði að því að ráða þjálfara í fullt starf og að hann komi að starfi félagsins á víðari gruni. Rætt hafi verið Ólaf um að taka það að sér, enda hafi verið ánægja með hans störf, en hann hafi ekki haft tök á því vegna annarra starfa og því hafi leiðir skilið að sinni.