Logi Ólafsson verður þjálfari KR næstu þrjú árin en hann mun hitta forsvarsmenn félagsins síðar í kvöld og þar verður samningur handsalaður. Logi sagði í samtali við mbl.is nú í kvöld að aðeins ætti eftir að ganga frá smáatriðum í samningsdrögunum en að öðru leyti væri allt klárt.
Logi tók við KR í sumar eftir að Teiti Þórðarsyni var sagt upp störfum. KR rétt slapp við fall úr Landsbankadeildinni en liðið endaði í 8. sæti með 16 stig en HK var þar fyrir neðan með sama stigafjölda en Víkingar féllu með 14 stig.