Auðun Helgason hefur samþykkt að ganga til liðs við Fram og skrifaði hann rétt í þessu undir tveggja ára samning við knattspyrnulið félagsins. Auðun er uppalinn FH-ingur en samningur hans við bikarmeistararana rann út fyrir skömmu og var ekki áhugi af hálfu forráðamanna FH að bjóða Auðuni nýjan samning.
,,Ég lít á þessi félagaskipti sem gríðarlega áskorun. Ég finn að það er mikill hugur í félaginu. Mér líst ákaflega vel á þjálfarann Þorvald Örlygsson og ég er alveg viss um að betri tímar séu í vændum hjá Fram. Ég hafði hugsað mér að enda ferilinn hjá FH en það verður ekki úr þessu. Það virtist ekki vera einhugur hjá forráðamönnum FH að halda mér en nú er ég með hugann við Fram og hlakka mikið til að takast á við verkefefnið," sagði Auðun í viðtali við fréttavef Morgunblaðsins.