Marel Baldvinsson skrifaði í dag undir samning við úrvalsdeildarlið Breiðabliks í knattspyrnu sem gildir til ársins 2010. Marel hefur verið í herbúðum norska knattspyrnuliðsins Molde frá því ágúst 2006 eftir að hafa verið hjá Breiðabliki í skamman tíma þar á undan. Hann var markakóngur Íslandsmótsins sumarið 2006.
Marel, sem er 27 ára gamall, er uppalinn hjá Breiðabliki og lék með liði félagsins um árabil áður en hann gekk til liðs við Stabæk í Noregi og síðar Lokeren í Belgíu.