Þórsarar komust í úrslitakeppnina

Guðjón Hrafn Lárusson úr Stjörnunni í baráttu við Sauðkræking undir …
Guðjón Hrafn Lárusson úr Stjörnunni í baráttu við Sauðkræking undir körfunni í leik liðanna í kvöld. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Þórsarar frá Akureyri tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik með því að sigra Snæfell í íþróttahúsi Síðuskóla á Akureyri, 88:78, í lokaumferð úrvalsdeildarinnar. Stjarnan vann Tindastól, 85:83, en situr eftir í 9. sætinu og fer ekki áfram.

Þórsarar voru yfir í hálfleik, 44:34, og það var Cedric Isom sem tryggði þeim sigurinn með frábærri frammistöðu í síðari hálfleik. Hann skoraði þá 27 stig og 35 alls en Luka Marolt gerði 23 stig fyrir Þór. Hjá Snæfelli var Justin Shouse með 19 stig og Hlynur Bæringsson 16.
Leikskýrslan.

Stjarnan sigraði Tindastól í Garðabæ, 85:83, í hörkuspennandi leik þar sem Tindastóll var yfir í hálfleik, 43:39. Dimitar Karadzovski skoraði 21 stig fyrir Stjörnuna og Jovan Zdravevski 20 en Joshua Buettner 23 og Phil Perre 18 fyrir Tindastól.
Leikskýrslan.

Njarðvík tryggði sér fjórða sætið í deildinni og heimaleikjaréttinn gegn Snæfelli í 8-liða úrslitunum með því að vinna Grindavík, 102:92. Grindavík var yfir í hálfleik, 44:43. Damon Bailey var með 25 stig fyrir Njarðvík og Hörður Axel Vilhjálmsson 21 en Jamaal Williams skoraði 23 stig fyrir Grindavík og Adam Darboe 20.
Leikskýrslan.

Keflavík vann Fjölni auðveldlega, 93:58, eftir 52:33 í hálfleik og innsiglaði þar með sigur sinn í deildinni. Bobby Walker gerði 22 stig fyrir Keflavík og Tommy Johnson 21 en Anthony Drejaj gerði 15 fyrir Fjölni.
Leikskýrslan.

KR vann Skallagrím, 103:75, eftir 53:38 í hálfleik. Jeremiah Sola gerði 23 stig fyrir KR og Joshua Helm 19 en Darrel Flake gerði 31 stig fyrir Skallagrím og Florian Miftari 17. 
Leikskýrslan.

ÍR vann Hamar, 102:74.
Leikskýrslan.

Lokastaðan:

36 Keflavík
34 KR
30 Grindavík
28 Njarðvík
26 Snæfell
20 Skallagrímur
20 ÍR
20 Þór A.
--------------------
18 Stjarnan
16 Tindastóll
--------------------
  8 Hamar
  8 Fjölnir

Í 8-liða úrslitum mætast:

Keflavík - Þór
KR - ÍR
Grindavík - Skallagrímur
Njarðvík - Snæfell

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert