Miðaverð á Landsbankadeildina hækkar: 1500 krónur á leikinn

„Víst er þetta dálítil hækkun en miðaverð á leiki í Landsbankadeild hefur ekki hækkað í fimm ár og brýn þörf var þar á,“ segir Gísli Gíslason í Félagi formanna knattspyrnuliða í Landsbankadeildinni, en þar á bæ hafa menn ákveðið 300 króna hækkun á miðaverði milli ára. Barnagjöld hækka þó ekki.

Gísli ítrekar reyndar að strangt til tekið sé þó ekki um hækkun að ræða þar sem miðar í forsölu á netinu fáist á 1200 krónur sem sé sama verð og síðasta sumar. „Þannig er hægt að spara umtalsverðar upphæðir auk þess sem hvert og eitt félag býður stuðningsmönnum sínum upp á pakkaverð sem er bæði lægra og hærra en þetta. En þetta er lágmarkshækkun enda hafa rekstrarliðir knattspyrnudeilda hækkað mikið eins og annað undanfarin ár.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka