Vel verður fylgst með gangi mála í öllum leikjum 1. umferðar Landsbankadeildarinnar í dag á mbl.is. Nýtt viðmót verður notað til þess að koma upplýsingum á framfæri um öll helstu atvik úr leikjunum.
Skömmu eftir að leikjunum lýkur verða viðbrögð könnuð hjá leikmönnum og þjálfurum og svörin birt á mbl.is.
Lesendur geta sagt sína skoðun um leikina á blog.is og tekið þátt í umræðunni.
Keflavík - Valur (hefst kl. 16:15)
Ítarleg umfjöllun verður um alla leikina á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kemur út 13. maí.