Framarar unnu verðskuldaðan og öruggan sigur á afar daufum Fylkismönnum en leik liðanna var að ljúka á Fylkisvelli. 3:0 urðu lokatölurnar og var sá sigur síst of stór því Framarar fengu nokkur góð en Fjalar Þorgeirsson besti maður Fylkismanna bjargaði sínu liði frá stærra tapi.
Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði fyrsta markið og Hjálmar Þórarinsson bætti við tveimur í seinni hálfleik.