Öruggur sigur Framara í Árbænum

Framarar fagna einu af mörkum sínum í Árbænum í dag.
Framarar fagna einu af mörkum sínum í Árbænum í dag. mbl.is/Golli

Fram­ar­ar unnu verðskuldaðan og ör­ugg­an sig­ur á afar dauf­um Fylk­is­mönn­um en leik liðanna var að ljúka á Fylk­is­velli. 3:0 urðu loka­töl­urn­ar og var sá sig­ur síst of stór því Fram­ar­ar fengu nokk­ur góð en Fjal­ar Þor­geirs­son besti maður Fylk­is­manna bjargaði sínu liði frá stærra tapi.

Jón Þorgrím­ur Stef­áns­son skoraði fyrsta markið og Hjálm­ar Þór­ar­ins­son bætti við tveim­ur í seinni hálfleik.

Fylk­ir 0:3 Fram opna loka
Mörk
skorar Orri Gunnarsson (14. mín.)
skorar Hjálmar Þórarinsson (47. mín.)
skorar Hjálmar Þórarinsson (60. mín.)
fær gult spjald Peter Gravesen (37. mín.)
fær gult spjald Jóhann Þórhallsson (55. mín.)
fær gult spjald Valur Fannar Gíslason (66. mín.)
fær rautt spjald Valur Fannar Gíslason (84. mín.)
fær gult spjald Albert B. Ingason (87. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Ívar Björnsson (62. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Verðskuldaður sigur Framara er í höfn. Þeir voru sterkari nær allan tímann en Fylkismenn voru vægast sagt daufir og verða að taka sig verulega á.
89 Fylkir fær hornspyrnu
88 Heiðar Geir Júlíusson (Fram) á skot framhjá
Lúmskt skot frá Heiðar úr aukaspyrnu og boltinn dettur ofan á slánna og yfir.
87 Albert B. Ingason (Fylkir) fær gult spjald
86 Fram fær hornspyrnu
85 Textalýsing
Áhorfendur á Fylkisvelli er 1.068 talsins.
85 Jón Orri Ólafsson (Fram) kemur inn á
85 Samuel Lee Tillen (Fram) fer af velli
84 Valur Fannar Gíslason (Fylkir) fær rautt spjald
Valur staldraði stutt við á vellinum. Hann fékk að líta sitt annað gula spjald sem þýðir að hann hefur lokið leik.
81 Fylkir Textalýsing
Fylkismenn komast ekkert áleiðis gegn baráttuglöðu og vel skipulögðu liði Framara sem eru á tryggja sér góðan útisigur í Árbænum.
80 Alexander V. Þórarinsson (Fram) kemur inn á
80 Ívar Björnsson (Fram) fer af velli
74 () á skot framhjá
Hjálmar Þórarinsson hefur verið mjög sprækur í sókn Framara og litlu mátti muna að hann bætti fjórða marki Framara við.
73 Fram fær hornspyrnu
72 Fram fær hornspyrnu
72 Kristján Hauksson (Fram) á skot framhjá
68 Textalýsing
Framarar eru mjög fastir fyrir og þeir Auðun Helgason og Reynir Leósson stjórna vörn Safamýrarliðsins eins og hershöfðingjar.
67 Andrés M. Jóhannesson (Fylkir) kemur inn á
67 Víðir Leifsson (Fylkir) fer af velli
66 Valur Fannar Gíslason (Fylkir) fær gult spjald
Valur búinn að vera inná í nokkrar mínútur þegar hann brýtur illa á Ívari Björnssyni.
64 Halldór A. Hilmisson (Fylkir) fer af velli
64 Sigurður Þór Reynisson (Fylkir) kemur inn á
64 Valur Fannar Gíslason (Fylkir) kemur inn á
64 Ólafur Ingi Stígsson (Fylkir) fer af velli
62 Ívar Björnsson (Fram) fær gult spjald
61 Textalýsing
Það stendur ekki steinn yfir steini í vörn Fylkismanna og Framarar gætu hæglega bætt við mörkum ef svo heldur áfram.
60 MARK! Hjálmar Þórarinsson (Fram) skorar
Hjálmar Þórarinsson skorar af stuttu færi eftir hornspyrnu.
58 Fram fær hornspyrnu
57 Fram fær hornspyrnu
Framarar eru allt eins líklegir til að bæta þriðja markinu við.
55 Jóhann Þórhallsson (Fylkir) fær gult spjald
54 Textalýsing
Leifur Sigfinnur Garðarsson þjálfari Fylkismanna hefur sent alla varamenn sína til að hita upp og ætlar greinilega að gera breytingar á liði sínu fljótlega.
52 Fylkir fær hornspyrnu
47 MARK! Hjálmar Þórarinsson (Fram) skorar
Hjálmar Þórarinsson fékk sendingu frá Heiðari Geir innfyrir vörn Fylkismanna og lagði boltann snyrtilega í hornið.
46 Leikur hafinn
Engar breytingar voru gerðar á liðunum í leikhléinu.
45 Hálfleikur
Jóhannes Valgeirsson hefur flautað til leikhlés. Gestirnir úr Safamýri eru 1:0 yfir og hafa heilt yfir verið heldur sterkari aðilinn en marktækifærin hafa verið fá í leiknum og baráttan allsráðandi.
43 Fylkir Textalýsing
Fylkismenn hafa sótt í sig veðrið síðustu mínúturnar en vörn Fram er sterk og vel skipulögð.
42 Fylkir fær hornspyrnu
38 Fylkir fær hornspyrnu
37 Textalýsing
Áhorfendur á Fylkisvelli eru rólegir og láta lítið í sér heyra.
37 Peter Gravesen (Fylkir) fær gult spjald
29 Fylkir Textalýsing
Ian Jeffs náði að spóla sig í gegnum vörn Framara og sendi boltann fyrir markið en Allan Dyring hitti ekki boltann fyrir opnu marki.
25 Ingvar Þór Ólason (Fram) kemur inn á
Ingvar Ólason tekur stöðu Jón Þorgríms.
25 Orri Gunnarsson (Fram) fer af velli
Jón Þorgímur Stefánsson þarf að hæta leik vegna meiðsla og tekur Ingvar Ólason stöðu hans.
23 Textalýsing
Fyrri hálfleikur á Fylkisvelli er hálfnaður. Leikurinn byrjaði með látum en hefur dottið aðeins niður síðustu mínúturnar. Fylkismönnum hefur gengið illa að skapa sér færi og gestirnir eru aðgangsharðari.
20 Albert B. Ingason (Fylkir) á skot framhjá
17 Fylkir Textalýsing
Framarar hafa fylgt vel á eftir markinu og hafa stótt nokkuð stíft að marki Fylkismanna síðustu mínúturnar.
14 MARK! Orri Gunnarsson (Fram) skorar
Jón Þorgrímur fékk sendingu inn á markeiginn frá Samuel Tillen og skoraði af stuttu færi með viðstöðulausu skoti.
13 Fram fær hornspyrnu
11 Albert B. Ingason (Fylkir) á skot sem er varið
7 Fylkir fær hornspyrnu
4 Textalýsing
Leikurinn fer fjörlega af stað og sérstaklega eru Framarar sprækir á upphafsmínútunum.
4 Heiðar Geir Júlíusson (Fram) á skot framhjá
3 Ívar Björnsson (Fram) á skot framhjá
1 Jóhann Þórhallsson (Fylkir) á skot framhjá
1 Leikur hafinn
0 Fylkir Textalýsing
Fylkir: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, David Hannah, Guðni Rúnar Helgason, Ólafur Ingi Stígsson, Peter Gravesen, Ian Jeffs, Víðir Leifsson, Jóhann Þórhallsson, Allan Dyring, Halldór Hilmisson.
0 Fylkir Textalýsing
Fram: Hannes Þór Halldórsson, Daði Guðmundsson, Auðun Helgason, Reynir Leósson, Samuel Lee Tillen, Paul McShane, Heiðar Geir Júlíusson, Jón Þorgrímur Stefánsson, Halldór Hermann Jónsson, Ívar Björnsson.
Sjá meira
Sjá allt

Fylkir: (M), .
Varamenn: (M), .

Fram: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: 1 (0) - Fram 7 (3) Fylkir 3 (1)
Horn: Fylkir 5 - Fram 6.

Lýsandi:
Völlur: Fylkisvöllur
Áhorfendafjöldi: 1.068

Leikur hefst
10. maí 2008 14:00

Aðstæður:
Skýjað og völlurinn er blautur eftir rigningar undanfarn daga. Hiti um 10 stig og 7 m/s.

Dómari: Jóhannes Valgeirsson.
Aðstoðardómarar: Áskell Þór Gíslason og Sverrir Gunnar Pálmason.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert