Willum: Varnarmennirnir ólíkir sjálfum sér

Willum Þór Þórsson sagði að þriðja markið hefði ráðið úrslitum.
Willum Þór Þórsson sagði að þriðja markið hefði ráðið úrslitum. mbl.is/Brynjar Gauti

„Það má ef­laust finna marg­ar út­skýr­ing­ar á þess­um óför­um okk­ar en það sem munaði mestu var að varn­ar­menn okk­ar, öft­ustu fjór­ir, voru ólík­ir sjálf­um sér í dag," sagði Will­um Þór Þórs­son þjálf­ari Íslands­meist­ara Vals við frétta­vef Morg­un­blaðsins eft­ir skell­inn í Kefla­vík í dag, 5:3.

„Við vor­um illa á verði í tveim­ur fyrstu mörk­un­um og 2:0 for­gjöf eft­ir fimm mín­út­ur - það get­ur ekk­ert lið leyft sér slíkt í Kefla­vík. Það sem ég var smeyk­ur við fyr­ir leik­inn var að Kefla­vík hef­ur verið spáð 7.-8. sæti, og er samt með hrika­lega flott­an mann­skap. Þeir gátu ein­beitt sér að því að koma vel stemmd­ir í þenn­an leik, sem þeir og gerðu.

Ég er samt ekki al­gjör­lega óánægður með mitt lið. Þrátt fyr­ir að við vær­um 2:0 und­ir eft­ir 5 mín­út­ur hörkuðum við á þeim all­an fyrri hálfleik­inn og feng­um tvö góð færi. Þar hefðum við þurft að skora eitt mark til að kom­ast inní leik­inn. En það tókst ekki og Kefl­vík­ing­ar gátu metið stöðuna í hálfleik, 2:0 yfir.

Ég var samt sann­færður um að við mynd­um koma til baka og jafna leik­inn. Við þurft­um mark til þess. En víta­spyrn­an snemma í seinni hálfleik sló okk­ur útaf lag­inu. Að lenda 3:0 und­ir er of mikið, þá var þetta orðið mjög erfitt.

En ég er stolt­ur af því að liðið skyldi ekki hætta, 5:1 und­ir, og ljúka leikn­um af ein­hverri sæmd. Ég verð að finna já­kvæðu punkt­ana úr þess­um leik og vinna úr þeim í fram­hald­inu. Það er ekk­ert annað að gera.

Kefl­vík­ing­ar komu vel stemmd­ir til leiks, hlut­irn­ir féllu með þeim strax og þeir verðskulduðu fylli­lega þenn­an sig­ur. Ég er ekki í vafa um að þeir séu með lið sem get­ur blandað sér í topp­bar­átt­una í sum­ar."

Will­um tók und­ir það að fyrsti dag­ur Íslands­móts­ins væri góður, að öðru leyti en því að það væri að sjálf­sögðu sárt fyr­ir sitt lið að bíða lægri hlut.

"Það var skorað nóg af mörk­um, ekki óska­byrj­un fyr­ir okk­ur, en það verður flott­ur fót­bolti spilaður í sum­ar og ég á von á miklu fjöri. Byrj­un­in lof­ar góðu. Nú för­um við Vals­menn að und­ir­búa okk­ur fyr­ir næsta leik, strax í fyrra­málið. Við þurf­um að koma okk­ur í gang og safna stig­um, það breyt­ir engu hvort liðin í deild­inni séu tíu eða tólf, það er ekki eft­ir neinu að bíða með það," sagði Will­um Þór Þórs­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert