Fimm örvfættir í byrjunarliði FH

Tryggvi Guðmundsson, einn af örvfættu leikmönnum í liði FH lengst …
Tryggvi Guðmundsson, einn af örvfættu leikmönnum í liði FH lengst til hægri, ásamt Matthíasi Viljálmssyni og Atla Viðari Björnssyni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fimm örvfættir leikmenn voru í byrjunarliði FH gegn HK og segir Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins, að líklega sé um Íslandsmet að ræða. Hlutfall örvfættra var því um 46% í liði FH.

Þrír af fjórum varnarmönnum FH eru örvfættir, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason og Hjörtur Logi Valgarðsson. Á miðjunni er Davíð Þór Viðarsson og Tryggvi Guðmundsson á vinstri kantinum. Arnar Gunnlaugsson kom síðan inn á sem varamaður en hann er einnig örvfættur.

Af alls 25 leikmönnum í leikmannahópi FH eru sjö örvfættir leikmenn, Björn Daníel Sverrisson var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. „Við teljum þetta vera einn af okkar styrkleikum og Fimleikafélagið í Hafnarfirði kann greinilega að búa til örvfætta leikmenn,“ sagði Heimir Guðjónsson.

Sjá allt um 1. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert