Gunnar Már: „Það var engin pressa“

Úr leik Fjölnis og KR í kvöld.
Úr leik Fjölnis og KR í kvöld. Friðrik Tryggvason

„Það kom aldrei neitt annað til greina en að skora úr vítinu og mér leið bara vel rétt áður en ég tók vítið. Það var engin pressa og ég vissi að boltinn færi í netið,“ sagði Gunnar Már Guðmundsson leikmaður Fjölnis en hann tryggði nýliðunum 2:1-sigur gegn KR á Fjölnisvelli í kvöld þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Gunnar hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur umferðunum og Fjölnir er með fullt hús stiga. 

Sjá nánar um leikinn og viðtöl í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka