Eysteinn Lárusson kom til skjalanna á síðustu stundu og jafnaði fyrir Þrótt gegn FH 4:4 í uppbótartíma. Á 87. mínútu fékk Eysteinn dæmda á sig vítaspyrnu sem Arnar Gunnlaugsson skoraði fjórða mark FH úr:
,,Maður gat ekki svarað vítaspyrnudóminum betur. Ég er ekki þekktur markaskorari en maður hefði verið með hangandi haus í allt kvöld ef þessi vítaspyrnudómur hefði ráðið úrslitum," sagði Eysteinn í samtali við mbl.is en hann telur Tryggva hafa brotið á sér þegar Eysteinn fékk boltann í höndina.
Er Eysteinn sáttur við úrslitin ? ,,Í raun og veru er ég ekki sáttur við að fá eitt stig þar sem jafnteflin telja svo lítið. En úr því sem komið var þá var ég gríðarlega sáttur við að jafna í lokin. Heilt yfir fannst mér FH-liðið ekkert spes og við hefðum átt að vinna leikinn. Fjögur mörk eiga nú yfirleitt að duga til sigurs."