Þróttur og FH skildu jöfn á Valbjarnarvellinum í kvöld, 4:4, þar sem Eysteinn Lárusson tryggði Þrótturum óvænt stig með því að jafna metin í uppbótartíma.
Hjörtur Hjartarson skoraði fyrir Þrótt strax á 1. mínútu en Tryggvi Guðmundsson svaraði úr vítaspyrnu á 9. mínútu. Davíð Þór Viðarsson skoraði annað mark FH með skalla eftir hornspyrnu Tryggva á 20 . mínútu. Dennis Danry skoraði annað mark Þróttar á 26 mínútu með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu.
Jónas Grani Garðarsson skoraði þriðja mark FH af stuttu færi á 58. mínútu. Þórður Hreiðarsson skoraði þriðja mark Þróttara af stuttu færi á 70. mínútu eftir mikinn hamagang í vítateig FH. Arnar Gunnlaugsson kom FH í 4:3 á 88. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Eysteinn Lárusson fyrir að handleika knöttinn. Eysteinn Lárusson jafnaði leikinn fyrir Þrótt með skoti af stuttu færi.
Þróttur er þá með tvö stig en FH er með sjö stig. Leikurinn var í beinni textalýsingu á mbl.is og verður nánar fjallað um hann í Morgunblaðinu í fyrramálið.
Byrjunarliðin eru óbreytt frá síðustu umferð.
Lið Þróttar: Bjarki Freyr Guðmundsson, Hallur Halsson, Michael Jackson, Eysteinn Lárusson, Haukur Páll Sigurðsspn, Hjörtur Hjartarson, Magnús Már Lúðvíksson, Rafn Andri Haraldsson, Dennis Danry, Kristján Ómar Björnsson, Þórður Steinar Hreiðarsson.
Varamenn: Adolf Sveinsson, Daníel Karlsson, Carlos Alxandre Bernal, Ismael Silva, Ingvi Sveinsson, Jón Ragnar Jónsson , Trausti Eiríksson.
Byrjunarlið FH: Daði Lárusson - Guðmundur Sævarsson, Freyr Bjarnason, Tommy Nielsen, Hjörtur Logi Valgarðsson - Dennis Siim, Jónas Grani Garðarsson, Dvíð Þór Viðarsson - Atli Guðnason, Atli Viðar Björnsson, Tryggvi Guðmundsson.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson, Matthías Vilhjálmsson, Arnar Gunnlaugsson, Matthías Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Björn Sverrisson, Heimir Guðmundsson.