Breiðablik gerði góða ferð í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld og lagði KR 2:1 í lokaleik 3. umferðar í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Blikar fengu óskabyrjun en Nenad Zivanovic kom þeim í 2:0 með mörkum á 8. og 10. mínútu leiksins. Það var ekki fyrr en á 80. mínútu sem KR-ingar klóruðu í bakkann og þar var á ferðinni Grétar Sigurðsson. Breiðablik er nú með 5 stig en KR hefur 3 stig. Leikurinn var í einni textalýsingu á mbl.is og verður gerð frekari skil í Morgunblaðinu í fyrramálið.
Lið KR: Kristján Finnbogason, Eggert Rafn Einarsson. Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Gunnlaugur Jónsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Björgólfur Takefusa, Óskar Örn Hauksson, Guðjón Baldvinsson, Gunnar Örn Jónsson.
Lið Breiðabliks: Casper Jacobsen, Árni K. Gunnarsson, Guðmann Þórisson, Srdjan Gasic, Nenad Petrovic, Arnar Grétarsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Nenad Zivanovic, Jóhann Berg Guðmundsson, Marel Jóhann Baldvinsson, Kristinn Jónsson.