Ólafur Kristjánsson: Hugarfarið miklu betra

Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks.
Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, sagði mikinn mun hafa verið á hugarfari sinna manna fyrir leikinn gegn KR í kvöld heldur en í leiknum gegn Þrótti:

„Helstu munurinn var það hvernig við komum inn í leikinn. Við vorum í andlitinu á KR-ingunum frá fyrstu mínútu og önduðum ofan í hálsmálið á þeim. Við sátum mikið þéttar á þeim heldur en við gerðum í Þróttaraleiknum. Hugarfar manna til leiksins var miklu betra og það gerði gæfumuninn," sagði Ólafur í samtali við mbl.is eftir sigurinn á KR.

Leikurinn var í beinni textalýsingu á mbl.is og verður gerð frekari skil í Morgunblaðinu í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert