Sjálfsmark Auðuns tryggði ÍA 1:0-sigur

Leikmenn Fram fagna marki í Landsbankadeildinni 2008.
Leikmenn Fram fagna marki í Landsbankadeildinni 2008. mbl.is/Golli

Sjálfsmark Auðuns Helgasonar varnarmanns Fram tryggði ÍA 1:0-sigur í 3. umferð Landsbankadeildarinnar í kvöld. Þetta er fyrsti sigur ÍA á keppnistímabilinu og er liðið með 4 stig en Fram hafði fyrir leikinn unnið tvo fyrstu leikina. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Viðtal við Auðun Helgason

Byrjunarlið ÍA: Esben Madsen, Árni Thor Guðmundsson, Guðjón Heiðar Sveinsson, Bjarni Guðjónsson, Helgi Pétur Magnússon, Heimir Einarsson, Igor Bilokapic, Stefán Þórðarson, Þórður Guðjónsson, Dario Cingel, Andri Júlíusson. Varamenn: Vjekoslav Svadumovic, Trausti Sigurbjörnsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Atli Guðjónsson, Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Aron Ýmir Pétursson, Sölvi Gylfason.

Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Óðinn Árnason, Paul McShane, Auðun Helgason, Reynir Leósson, Daði Guðmundsson, Heiðar Geir Júlíusson, Samuel Lee Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Halldór Hermann Jónsson, Ívar Björnsson. Varamenn: Ingvar Þór Ólason, Hlynur Magnússon, Joseph Tillen, Guðmundur Magnússon, Jón Guðni Fjóluson, Jón Orri Ólafsson, Ögmundur Kristinsson.

Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA hefur gert nokkrar breytingar á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn FH í 2. umferð. Þórður Guðjónsson, Andri Júlíusson og Igor Bilokapic koma inn í liðið. Vjekoslav Svadumovic og Björn Bergmann Sigurðarson fara á varamannabekkinn í þeirra stað. Árni Ingi Pjetursson var í byrjunarliðinu gegn FH en hann er ekki í leikmannahóp ÍA í dag vegna meiðsla. Jón Vilhelm Ákason er einnig meiddur.

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram gerir eina breytingu á liðinu frá því í 2:0-sigri Fram gegn HK. Óðinn Árnason kemur inn í liðið í stað Ingvars Þórs Ólasonar.  

ÍA 1:0 Fram opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka