Valsmenn fögnuðu sigri í sínum fyrsta leik á Vodafonevellinum, gegn Fjölni 2:1. Helgi Sigurðsson kom sínum mönnum yfir í fyrri hálfleik en Ómar Hákonarson jafnaði metin í þeim síðari. Það var svo Pálmi Rafn Pálmason sem tryggði Valsmönnum stigin þrjú undir lok leiksins. Áður hafði Baldur Bett fengið að líta rauða spjaldið.
Byrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson - Gunnar Einarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Birkir Már Sævarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Baldur Bett, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Helgi Sigurðsson, Pálmi Rafn Pálmason, Rene Carlsen, Bjarni Ólafur Eiríksson.
Byrjunarlið Fjölnis: Þórður Ingason - Gunnar Valur Gunnarsson, Gunnar Már Guðmundsson, Ómar Hákonarson, Ágúst Þór Gylfason, Magnús Ingi Einarsson, Ólafur Páll Snorrason, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Óli Stefán Flóventsson, Davíð Þór Rúnarsson, Kristján Hauksson.