Grindvíkingar fögnuðu sínum fyrsta sigri í Landsbankadeildinni þegar þeir lögðu Breiðablik í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli. 6:3 urðu lokatölurnar eftir að Grindvíkingar höfðu haft 5:1 yfir í hálfleik. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Ekki liðinu nema 19 sekúndur þar til boltinn lá í netinu hjá Blikunum þegar Tomasz Stolpa skoraði en Pólverjinn skoraði 2 mörk eins og Andri Steinn Birgisson en besti maður vallarins, Scott Ramsay skoraði eitt.
Nenad Zivanovic, Prince Rajcomar og Haukur Baldvinsson gerðu mörk Blika, Haukur í sínum fyrsta leik í deildinni.
Byrjunarlið Breiðabliks: Casper Jacobsen, Árni Kristinn Gunnarsson, Srdjan Gasic, Guðmann Þórisson, Kristinn Jónsson, Arnar Grétarsson, Nenad Petrovic, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Prince Rajcomar, Nenad Zivanovic.
Varamenn: Magnús Páll Gunnarsson, Olgeir Sigurgeirsson, Vignir Jóhannesson, Arnór S. Aðalsteinsson, Alfreð Finnbogason, Haukur Baldvinsson, Finnur O. Magnússon.
Byrjunarlið Grindavíkur: Zankarlo Simunic, Ray Anthony Jónsson, Marinko Skaricic, Andri Steinn Birgisson, Jóhann Helgason, Tomasz Stolpa, Eysteinn Hauksson, Orri Freyr Hjaltalín, Scott Ramsay, Alexander Veigar Þórarinsson, Jósef K. Jósefsson.
Varamenn: Magnús Þormar, Páll Guðmundsson, Bogi Rafn Einarsson, Sveinn Þór Steingrímsson, Marko Valdimar Stefánsson, Michael Jónsson, Emil Daði Símonarson.