Grindvíkingar lögðu Framara að velli, 1:0, í Landsbankadeild karla á Laugardalsvellinum í dag. Scott Ramsay skoraði sigurmark þeirra en áður en yfir lauk var þremur leikmanna Grindavíkur vísað af velli.
Grindvíkingar sýndu mikla seiglu þegar þeim fækkaði í 8 gegn Fram því einn fór útaf fyrir ítrekuð mótmæli, annar fyrir sitt annað brot og loks þriðji fyrir leikaraskap. Bæði lið höfðu þá klúðrað víti en sigurmarkið kom beint úr hornspyrnu.
Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Óðinn Árnason, Ingvar Þór Ólason, Ian Paul McShane, Auðun Helgason, Daði Guðmundsson, Heiðar Geir Júlíusson, Samuel Lee Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Halldór Hermann Jónsson, Ívar Björnsson.
Varamenn: Hlynur Atli Magnússon, Grímur Björn Grímsson, Joseph Tillen, Guðmundur Magnússon, Jón Guðni Fjóluson, Jón Orri Ólafsson, Ögmundur Kristinsson.
Varamenn: Orri Freyr Hjaltalín, þorfinnur Gunnlaugsson, Bogi Rafn Einarsson, Sveinn Þór Steingrímsson, Emil Daði Símonarson, Vilmundur Þór Jónasson.
Fram og Grindavík mætast í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á Laugardalsvellinum klukkan 14.00. Fram er í fjórða sæti með 9 stig en Grindavík er í 11. sæti með 3 stig. Fylgst er með gangi mála hér á mbl.is.