Sjö leikmenn úrskurðaðir í bann

Stefán Þór Þórðarson var úrskurðaður í tveggja leikja bann.
Stefán Þór Þórðarson var úrskurðaður í tveggja leikja bann. mbl.is/Árni Sæberg

Sjö leikmenn úr Landsbankadeild karla í knattspyrnu voru úrskurðaðir í keppnisbann þegar aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag.

Stefán Þór Þórðarson leikmaður ÍA var sá eini sem hlaut tveggja leikja bann, en hann fékk að líta sitt annað rauða spjald á leiktíðinni, þegar ÍA gerði 1:1 jafntefli við HK á sunnudag.

Davíð Þór Viðarsson úr FH, Kristján Valdimarsson, Fylki og Atli Sveinn Þórarinsson úr Val fengu allir eins leiks bann.

Þá voru fimm Grindvíkingar úrskurðaðir í eins leiks bann. Milan Stefán Jankovic þjálfari þeirra og Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur fengu báðir bann, auk þriggja leikmanna liðsins, Scott Ramsey, Marinko Skaricic og Zoran Stamenic.

Grindvíkingar fengu jafnframt 36 þúsund króna sekt vegna 14 refsistiga sem þeir fengu í leiknum við Fram.

Á fundu aganefndar var Harpa Þorsteinsdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki og Björn Kristinn Björnsson þjálfari kvennaliðs Fylkis einnig dæmd í eins leiks bann.

Öll þessi leikbönn koma til vegna brottvísunar í leik. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert