Leifur ósáttur við rauða spjaldið

Örvar Sær Gíslason dómari vísar Leifi S. Garðarssyni af varamannabekknum.
Örvar Sær Gíslason dómari vísar Leifi S. Garðarssyni af varamannabekknum. mbl.is/Árni Sæberg

Leifur S. Garðarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn af varamannabekk liðsins á 69. mínútu í leik Árbæinga gegn Fjölni í Landsbankadeild karla í kvöld. Hann sagði við fréttavef Morgunblaðsins að hann væri afar ósáttur við þá meðferð.

„Hver þjálfarinn á fætur öðrum virðist fá að brúka kjaft í þessari deild án þess að fá áminningu og um það eru mörg dæmi en ég kemst ekki upp með slíkt," sagði Leifur.

Hann fékk rauða spjaldið eftir orðaskipti við Gunnar Gylfason aðstoðardómara.

Nánar er rætt við Leif í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun og ítarlega fjallað um leik Fjölnis og Fylkis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert