Framarar unnu góðan sigur, 2:1, á Breiðabliki á Laugardalsvellinum í kvöld. Heiðar Geir Júlíusson og Ívar Björnsson skoruðu mörk Fram á 8. og 20. mínútu en Guðmundur Kristjánsson minnkaði muninn rétt fyrri leikhlé.
Blikar léku einum færri frá 74. mínútu en þá hlaut Prince Rajcomar rauða spjaldið fyrir brot. Framarar léku aftarlega á vellinum í síðari hálfleik og segja má að agaður varnarleikur þeirra hafi gengið fullkomlega.
Nánari umfjöllun um leikinn má finna í Morgunblaðinu á morgun.
Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson - Ingvar Þór Ólason, Ian Paul McShane, Auðun Helgason, Reynir Leósson, Daði Guðmundsson, Heiðar Geir Júlíusson, Samuel Lee Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Halldór Hermann Jónsson og Ívar Björnsson.
Varamenn: Henrik Hansen, Örn Kató Hauksson, Grímur Björn Grímsson, Joseph Tillen, Guðmundur Magnússon, Jón Orri Ólafsson og Ögmundur Kristinsson.
Byrjunarlið Breiðabliks: Casper Jacobsen - Srdjan Gasic, Nenad Petrovic, Arnar Grétarsson, Prince Rajcomar, Olgeir Sigurgeirsson, Guðmundur Kristjánsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Marel Baldvinsson, Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Varamenn: Magnús Páll Gunnarsson, Vignir Jóhannesson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Nenad Zivanovic, Alfreð Finnbogason, Haukur Baldvinsson og Finnur Orri Margeirsson.