„Hann sló mig í andlitið“

Stefán Þórðarson.
Stefán Þórðarson. Árni Sæberg

Ía og Þróttur skildu jöfn, 1:1, í Landsbankadeild karla í gær á Akranesi en Stefán Þórðarson leikmaður ÍA og Guðjón Þórðarson þjálfari liðsins voru ósáttir í leikslok vegna atviks sem átti sér stað um miðjan síðari hálfleik. Þar fékk Hallur Hallsson leikmaður gult spjald fyrir brot á Stefáni. Skagamenn töldu að þar hefði Hallur átt að fá rautt spjald fyrir að slá Stefán. „Ég veit ekki hvað ég má segja um þetta atvik. Hann sló mig í andlitið. Svo einfalt er það. Ég veit ekki hvað ég hefði fengið hjá dómaranum fyrir slíkt brot. Það verða aðrir að dæma um,“ sagði Stefán.

Ítarleg umfjöllun er um alla fjóra leikina í Landsbankadeild karla er í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert