Valur vann sannfærandi sigur á Fram á Vodafone-vellinum í kvöld, 2:0. Pálmi Rafn Pálmason skoraði bæði mörkin á tveggja mínútna kafla þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á mbl.is.
Með sigrinum eru Valsmenn komnir upp fyrir Fram með 16 stig í fjórða sæti, en Framarar eru með stigi minna.
Byrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson - Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Barry Smith, Rene Carlsen - Rasmus Hansen, Sigurbjörn Hreiðarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Bjarni Ólafur Eiríksson - Guðmundur Benediktsson, Helgi Sigurðsson.
Varamenn: Gunnar Einarsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Einar Marteinsson, Baldur Aðalsteinsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Albert Brynjar Ingason, Ágúst Bjarni Garðarsson.
Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson - Jón Orri Ólafsson, Auðun Helgason, Reynir Leósson, Samuel Tillen - Paul McShane, Ingvar Þór Ólason, Heiðar Geir Júlíusson, Halldór Hermann Jónsson, Ívar Björnsson - Hjálmar Þórarinsson.
Varamenn: Hlynur Atli Magnússon, Örn Kató Hauksson, Grímur Björn Grímsson, Joseph Tillen, Guðmundur Magnússon, Kristinn Ingi Halldórsson, Ögmundur Kristinsson.