Gunnari sagt upp sem þjálfara HK

Gunnar Guðmundsson varð fyrsti þjálfari Landsbankadeildar í ár til að …
Gunnar Guðmundsson varð fyrsti þjálfari Landsbankadeildar í ár til að missa starfið. mbl.is/Kristinn

Gunnar Guðmundsson hætti í dag störfum sem þjálfari knattspyrnuliðs HK, sem er í neðsta sæti Landsbankadeildar karla og tapaði illa fyrir Fjölni í tíundu umferð deildarinnar í gærkvöld.

Gunnar hefur þjálfað lið HK frá haustinu 2003 og hefur náð besta árangri í sögu félagsins á Íslandsmóti og í bikarkeppni. Liðið komst fyrst í 3. sæti 1. deildar og í undanúrslit bikarsins 2004, vann sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti með því að hafna í öðru sæti 1. deildar 2006, og liðið hélt síðan velli á sínu fyrsta ári í efstu deild á síðasta keppnistímabili.

Nú er HK hinsvegar í botnsæti Landsbankadeildar með aðeins fimm stig eftir tíu leiki.

Frá þessu er greint á vef HK og þar kemur fram að Gunnar hafi viljað halda áfram með liðið og glíma við vandann en það hafi verið ákvörðun meistaraflokksráðs karla að breyta til og leit sé hafin að eftirmanni hans.

Sjá nánar á vef HK, smellið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert