Taka Arnar og Bjarki við liði HK?

Arnar Gunnlaugsson og Bjarki Gunnlaugsson ásamt Matthíasi Guðmundssyni.
Arnar Gunnlaugsson og Bjarki Gunnlaugsson ásamt Matthíasi Guðmundssyni. ml.is/Kristinn Ingvarsson

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, hinir gamalkunnu knattspyrnutvíburar frá Akranesi sem nú leika með FH, eru í viðræðum við forráðamenn HK um að taka við þjálfun liðsins af Gunnari Guðmundssyni, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins. Þeir munu þá að óbreyttu taka takkaskóna með sér og spila með Kópavogsliðinu, jafnhliða þjálfuninni.

Gunnari Guðmundssyni, þjálfara HK, var sagt upp störfum í gær eftir slæmt gengi liðsins það sem af er Íslandsmótinu.

Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK, sagði við Morgunblaðið að það væri erfitt að sjá á bak þjálfaranum. „Gunnar hefur skilað frábæru starfi fyrir HK og á stærstan þátt í að félagið skuli eiga úrvalsdeildarlið í dag.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert