Telja að Útlendingastofnun fari með ósannindi

Marina Nesic er farin af landi brott.
Marina Nesic er farin af landi brott. mbl.is/Óðinn

Forráðamenn kvennaliðs HK/Víkings í knattspyrnu eiga í deilum við Útlendingastofnun vegna serbnesku landsliðskonunnar Marinu Nesic. Henni var gert að yfirgefa landið í vikunni þegar dvalarleyfi hennar rann út. Að sögn forráðamanna liðsins hefur talsmaður stofnunarinnar farið með ósannindi í málinu og refsað þeim og stúlkunni fyrir að koma heiðarlega fram.

„Við getum ekki setið undir þessu. Þetta eru helber ósannindi sem þarna koma fram. Við sóttum um 90 daga dvalarleyfi fyrir Marinu en því var hafnað án þess að nokkur rök lægju því til stuðnings," segir Ragnheiður Karlsdóttir hjá HK/Víkingi m.a. í samtali við Morgunblaðið í dag.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Það er meira í Mogganum!


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert