Pálmi Rafn á leið til Stabæk

Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Vals, hefur verið seldur til norska liðsins Stabæk, en Valsmenn samþykktu í gærkvöldi tilboð frá norska félaginu.

Frá þessu var sagt á Rúv og sagt að Edward Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, hefði staðfest þetta en ekki viljað greina frá kaupverðinu. Hann sagði þó Val hafa fengið tilboð sem þeir hefðu einfaldlega ekki getað hafnað.

Pálmi Rafn er í Hvíta-Rússlandi með Valsliðinu og óvíst hvenær hann heldur til Noregs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert