Keflavík og Valur skildu jöfn, 1:1

Barátta í loftinu á Hlíðarenda í dag.
Barátta í loftinu á Hlíðarenda í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Valur og Keflavík skildu jöfn, 1:1, í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í dag. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Keflvíkingar eru efstir í deildinni sem fyrr, nú með 26 stig gegn 22 hjá FH sem leikur gegn HK annað kvöld. Íslandsmeistarar Vals eru áfram í fjórða sæti, nú með 20 stig.

Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en strax á 13. mínútu varði Kjartan Sturluson markvörður Vals vítaspyrnu frá Þórarni Kristjánssyni. Hólmar Örn Rúnarsson kom Keflavík yfir á 23. mínútu með fallegu marki.

Valsmenn voru betri í seinni hálfleiknum og það var því verðskuldað þegar Helgi Sigurðsson jafnaði á 79. mínútu. Tveimur mínútum síðar var Valsmaðurinn Baldur I. Aðalsteinsson rekinn af vellli fyrir að brjóta á Hans Mathiesen. Manni fleiri sóttu Keflvíkingar stíft í lokin og áttu skot í þverslá og stöng en náðu ekki að knýja fram sigur.

Lið Vals: Kjartan Sturluson, Einar Marteinsson, Barry Smith, Atli Sveinn Þórarinsson, René Carlsen, Sigurbjörn Hreiðarsson, Rasmus Hansen, Pálmi Rafn Pálmason, Bjarni Ólafur Eiríksson, Guðmundur Benediktsson, Helgi Sigurðsson.
Varamenn: Baldur Bett, Hafþór Vilhjálmsson, Baldur I. Aðalsteinsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Henrik Eggerts, Albert B. Ingason, Ágúst B. Garðarsson.

Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Guðjón Á. Antoníusson, Kenneth Gustafsson, Hallgrímur Jónasson, Nicolai Jörgensen, Magnús S. Þorsteinsson, Einar Orri Einarsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Símun Samuelsen, Patrik Redo, Þórarinn Kristjánsson.
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Brynjar Guðmundsson, Magnús Matthíasson, Hörður Sveinsson, Hans Mathiesen, Högni Helgason.

Valur 1:1 Keflavík opna loka
95. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert