Framarar fundu taktinn og skelltu Fylkismönnum

Úr leik Fram og Fylkis í kvöld.
Úr leik Fram og Fylkis í kvöld. mbl.is/G. Rúnar

Framarar eru komnir á sigurbraut á ný í Landsbankadeild karla í knattspyrnu eftir sigur liðsins á Fylki í Laugardalnum í kvöld 3:0. Þetta eru nákvæmlega sömu úrslit og hjá liðunum í fyrstu umferð mótsins. Joseph Tillen skoraði tvívegis og Hjálmar Þórarinsson setti eitt.

Ítarleg umfjöllun um leikinn verður í þriðjudagsútgáfu Morgunblaðsins.

Framarar eru nú með 18 stig en Fylkismenn eru með 12 stig.

Bæði liðin hafa breytt leikkerfum sínum úr 4-4-2 yfir í 4-5-1. 

Byrjunarlið Fram:

Hannes Halldórsson - Jón Orri Ólafsson, Reynir Leósson, Auðun Helgason, Samuel Tillen - Halldór Jónsson Paul McShane, Heiðar Geir Júlíusson, Joe Tillen - Ívar Björnsson, Hjálmar Þórarinsson.

Byrjunarlið Fylkis:

Fjalar Þorgeirsson - Valur Fannar Gíslason , Kristján Valdimarsson, Ólafur Ingi STígsson, Víðir Leifsson -  Andrés Már Jóhannesson  , Hermann Aðalgeirsson, Ian Jeffs, Allan Dyring, Kjartan Ágúst Breiðdal - Kjartan Andri Baldvinsson.

Auðun Helgason og félagar unnu Fylki örugglega í fyrstu umferð.
Auðun Helgason og félagar unnu Fylki örugglega í fyrstu umferð. mbl.is/Golli
Fram 3:0 Fylkir opna loka
90. mín. Joseph Tillen (Fram) fer af velli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert