Guðjón hættur með ÍA - Arnar og Bjarki í viðræðum um að taka við

Guðjón Þórðarson er hættur sem þjálfari ÍA.
Guðjón Þórðarson er hættur sem þjálfari ÍA. mbl.is

Stjórn rekstrarfélags Knattspyrnufélags ÍA hefur ákveðið að rifta samningi sínum við Guðjón Þórðarson og lætur Guðjón af störfum nú þegar.  Skagamenn hafa fengið leyfi hjá FH-ingum til að ræða við tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni að því er fram kemur á vef ÍA í dag.

Guðjón tók við þjálfun Skagamanna fyrir síðustu leiktíð og undir hans stjórn endaði liðið í þriða sæti. Hvorki hefur gengið né rekið hjá liðinu á yfirstandandi leiktíð og situr það í næst neðsta sæti deildarinnar með 7 stig en liðið hefur aðeins unnið einn leik og kom sá sigur gegn Fram þann 20. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka