Fyrsti heimasigur Grindvíkinga í sumar, reyndar síðan 2006, kom er þeir lögðu KR 2:1 í Grindavík í kvöld. Gestirnir úr KR voru sprækari framan af en fóru í að halda stöðunni eftir hlé svo að KR-ingar sóttu mun meira en það skilaði aðeins ágætum færum, engum mörkum. Stigin þrjú skila Grindvíkingum samt ekki ofar í töflunni því Fram vann sinn leik svo að Grindavík er áfram í 8. sæti deildarinnar.
Ítarleg umfjöllun um leikinn verður í þriðjudagsútgáfu Morgunblaðsins.
Gunnar Örn Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir KR á 32. mínútu en hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks. Scott Ramsay skoraði sigurmark Grindvíkinga þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.
KR vann 3:1 sigur þegar liðin mættust í Frostaskjólinu í 1. umferð og þar skoruðu Guðjón Baldvinsson og varamennirnir Guðmundur Pétursson og Ingimundur Níels Óskarsson eitt mark hver, en Scott Ramsay skoraði fyrir Grindavík.
Þjálfarar hafa tilkynnt byrjunarliðin.
Lið Grindavíkur: Zankarlo Simunic – Ray Anthony Jónsson, Scott Ramsay, Marinko Skaricic, Andri Steinn Birgisson, Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf, Orri Freyr Hjaltalín, Zoran Stamenic, Giles Mband Ondo, Bogi Rafn Einarsson, Jósef Kristinn Jósefsson,
Varamenn: Magnús Þormar, Óli Baldur Bjarnason, Jóhann Helgason, Aljosa Gluhovic, Marko Valdimar Stefánsson, Alexander Veigar Þórarinsson, Vilmundur Þór Jónasson.
Lið KR: Stefán Logi Magnússon, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Pétur Hafliði Marteinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Guðjón Baldvinsson, Atli Jóhannsson, Óskar Örn Hauksson, Björgólfur Takefusa, Skúli Jón Friðgeirsson, Gunnar Örn Jónsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson.
Varamenn: Kristján Finnbogason, Kristinn Jóhannes Magnússon, Ingimundur Níels Óskarsson, Ásgeir Örn Ólafsson, Guðmundur Pétursson, Skúli Jónsson, Jordao Da Encarnacao Diogo.