Taka Arnar og Bjarki við þjálfun Skagamanna?

Matthías Guðmundsson, Arnar Gunnlaugsson og Bjarki Gunnlaugsson.
Matthías Guðmundsson, Arnar Gunnlaugsson og Bjarki Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa stjórnarmenn ÍA rætt við tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni og kannað hug þeirra hvort áhugi sé hjá þeim að taka við þjálfun liðsins af Guðjóni Þórðarsyni. Þeir bræður hafa áður komið Akurnesingum til bjargar en þeir tóku við Skagaliðinu um mitt sumar 2006 af Ólafi Þórðarsyni.

Þá var liðið í fallsæti eins og nú. Að því er heimildir Morgunblaðsins herma þá er tvíburabræðurnir tilbúnir að taka við Skagaliðinu, bjóðist þeim það, og munu FH-ingar ekki standa í vegi þeirr fái þeir tilboð frá sínu gamla félagi.

Nánar í Morgunblaðinu í dag, það er meira í Mogganum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka