„Akranes er félagið okkar“

Bjarki Gunnlaugsson með boltann í leik gegn Fjölni
Bjarki Gunnlaugsson með boltann í leik gegn Fjölni mbl.is/Sverrir

Það dró til tíðinda í herbúðum Skagamanna í gær eins og reiknað hafði verið með. Guðjón Þórðarson var látinn taka poka sinn sem þjálfari vegna afleits gengis liðsins á tímabilinu og nokkrum klukkutímum eftir að tilkynning um brottrekstur Guðjóns var gefin út voru tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir ráðnir þjálfarar liðsins út leiktíðina. Jafnhliða þjálfuninni munu þeir bræður spila með liðinu en þeir hafa spilað með FH-ingum í sumar og gerðu það einnig á síðustu leiktíð.

Ítarlegt viðtal við þá Arnar og Bjarka er að finna í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er erfitt verkefni sem við erum að taka að okkur en um leið mikil áskorun. Við gátum ekki neitað þessari beiðni frá Skagamönnum og þurftum ekki að hugsa okkur tvisvar um þegar þeir höfðu samband þrátt fyrir frekar leiðinleg endalok síðast. Akranes er félagið okkar og maður ber hag þess fyrir brjósti,“ sagði Arnar Gunnlaugsson við Morgunblaðið en þeir bræður stýrðu sinni fyrstu æfingu í gærkvöld.

„Við viljum halda Bjarna og vonandi verður hann með okkur áfram í baráttunni. Það verða klárlega breyttar áherslur en ef svo fer að liðið fellur mun það gera það með sæmd. Ég hef samt fulla trú á að liðið geti rétt úr kútnum og stundum þarf ekki mikið til að snúa taflinu við. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma liðinu út úr erfiðleikunum,“ sagði Bjarki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert