Almarr Ormarsson tvítugur knattspyrnumaður sem leikið hefur með 1. deildarliði KA í sumar er genginn til við úrvalsdeildarlið Fram. Almarr, sem er miðju- og sóknarmaður maður, hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Safamýrarliðið.
Almarr hefur leikið með meistaraflokki KA frá árinu 2005, alls 54 leiki í deild og bikar, og hefur skorað í þeim 8 mörk. Í sumar hefur hann verið fastamaður í liðinu, hefur komið við sögu í 11 leikjum og skorað 3 mörk.
Almarr er sonur Ormars Örlygssonar, bróður Þorvaldar þjálfara Fram, en Ormar lék á sínum tíma með Fram og KA. Hann varð meistari með Fram með Fram 1986 og 1988 og bikarmeistari 1985 og 1987 og þá varð Ormar Íslandmeistari með KA árið 1989.