Magnús Þormar til Keflvíkinga

Magnús Þormar er kominn aftur í Keflavíkina.
Magnús Þormar er kominn aftur í Keflavíkina. www.umfg.is

Leikmannahópurinn stækkar enn hjá Keflvíkingum, toppliðinu í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, því markvörðurinn Magnús Þormar er kominn aftur á heimaslóðir, frá Grindavík.

Magnús, sem er 24 ára gamall, er uppalinn Keflvíkingur og hefur spilað 9 leiki fyrir liðið í efstu deild. Hann lék með Stjörnunni í 1. deildinni í fyrra og gekk síðan til liðs við Grindvíkinga. Þar var hann í markinu í fyrstu tveimur leikjum Íslandsmótsins í vor en hefur verið á bekknum síðan Zankarlo Simunic kom til félagsins.

Magnús er löglegur með Keflvíkingum þegar þeir mæta Breiðabliki í bikarkeppninni í kvöld og kemur væntanlega beint á varamannabekkinn en þar hefur verið 16 ára piltur sem varamarkvörður í sumar, Árni Ásgeirsson. Ómar Jóhannsson er aðalmarkvörður Keflvíkinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert