Breiðablik sigraði KR, 3:1, í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í dag og setti þar með stórt strik í baráttu KR og Vals um Íslandsmeistaratitilinn.
Edda Garðarsdóttir kom KR yfir á 42. mínútu en Hlín Gunnlaugsdóttir jafnaði fyrir Blika aðeins mínútu síðar, 1:1. Harpa Þorsteinsdóttir kom síðan Kópavogsliðinu í 2:1 á 55. mínútu og Berglind Björg Þorvaldsdóttir innsiglaði sigurinn á lokamínútu leiksins, 3:1.
Valur er með 33 stig á toppnum og á nú leik til góða á KR sem er með 30 stig í öðru sætinu. Breiðablik komst í þriðja sætið með sigrinum og er með 22 stig.