HK fær tvo varnarmenn

HK-ingar fá liðsstyrk fyrir lokaátökin í Landsbankadeild karla.
HK-ingar fá liðsstyrk fyrir lokaátökin í Landsbankadeild karla. mbl.is/G. Rúnar

HK hefur bætt tveimur erlendum varnarmönnum í leikmannahóp sinn fyrir lokasprettinn í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þeir eru Erdzan Beciri frá Slóveníu og Benis Krasniqi frá Kósóvó. Báðir eru þeir varnarmenn og hafa staðið sig vel á æfingum hjá HK síðustu daga en þeir voru teknir til reynslu í síðustu viku. Hvorugur verður þó væntanlega kominn með leikheimild fyrir leik HK gegn Fram í kvöld.

Beciri er 23 ára og hefur leikið í efstu deild í Slóveníu og Póllandi og í næstefstu deild í Ungverjalandi, síðast með Ivancna Gorica í Slóveníu. Hann á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Slóveníu, síðast með 21 árs landsliðinu.

Krasniqi er 27 ára og hefur spilað nokkra óopinbera landsleiki með Kósóvó, sem er nýbúið að fá sjálfstæði frá Serbíu. Hann er frá Besa, sem hefur orðið meistari í Kósóvó þrisvar á síðustu fjórum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert