„Þetta voru gríðarlega dýrmæt stig og góð stig fyrir okkur," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Framara, við mbl.is, eftir sigurinn á HK-ingum í kvöld. ,,Það er erfitt að mæta liði sem er nýbúið að skipta um þjálfara og við vissum að HK-ingarnir kæmu grimmir til leiks eins og þeir gerðu."
,,Það er brött brekka hjá okkur. Það fellur ekkert með okkur. Við fengum fín færi í fyrri hálfleik og spiluðum vel en ég var ekki ánægður með seinni hálfleikinn. Vissulega er staðan slæm en það er engin uppgjöf hjá okkur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari HK.