Þorvaldur Örlygsson: Gríðarlega mikilvæg stig

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara.
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta voru gríðarlega dýrmæt stig og góð stig fyrir okkur," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Framara, við mbl.is, eftir sigurinn á HK-ingum í kvöld. ,,Það er erfitt að mæta liði sem er nýbúið að skipta um þjálfara og við vissum að HK-ingarnir kæmu grimmir til leiks eins og þeir gerðu."

,,Það er brött brekka hjá okkur. Það fellur ekkert með okkur. Við fengum fín færi í fyrri hálfleik og spiluðum vel en ég var ekki ánægður með seinni hálfleikinn. Vissulega er staðan slæm en það er engin uppgjöf hjá okkur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari HK.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert