Knattspyrnufélagið Valur segir á heimasíðu sinni, að félagið hafi dregið tilboð í Bjarna Guðjónsson til baka vegna óhóflegra launakrafna leikmannsins, sem voru miklu mun hærri en Valur hafi haft vilja eða getu til að greiða og mun hærri en áður hafi þekkst hér á landi.
Bjarni, sem verið hefur fyrirliði ÍA, skrifaði í gærkvöld undir samning við KR-inga til fjögurra ára. Hann verður orðinn gjaldgengur með Vesturbæjarliðinu annað kvöld þegar það tekur á móti Fjölni í síðasta leik 13. umferðar Landsbankadeildarinnar.