Ólafur Páll sá rautt þegar KR sigraði Fjölni

Úr leik KR og Fjölnis í kvöld.
Úr leik KR og Fjölnis í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

KR vann nokkuð öruggan sigur á Fjölni 2:0 í lokaleik 13. umferðar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Gunnar Örn Jónsson skoraði fyrra mark KR með glæsilegu þrumuskoti á 39. mínútu en Björgólfur Takefusa skoraði síðara markið úr vítaspyrnu á 62. mínútu. Hans ellefta í deildinni á þessu sumri. Fjölnismaðurinn, Ólafur Páll Snorrason, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins fyrir ljótt brot.

Í þeim leik skoraði Guðjón Baldvinsson fyrir KR á 27. mínútu en Pétur Georg Markan jafnaði fyrir Fjölni á 32. mínútu. Gunnar Már Guðmundsson tryggði Fjölni sigur með marki úr vítaspyrnu á 93. mínútu.

Lið KR: Kristján Finnbogason, Skúli Jón Friðgeirsson, Pétur Hafliði Marteinsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Óskar Örn Hauksson, Viktor Bjarki Arnarsson, Gunnar Örn Jónsson, Björgólfur Takefusa, Guðjón Baldvinsson.

Varamenn: Kristján Finnbogason, Kristinn J. Magnússon, Atli Jóhannsson, Bjarni Guðjónsson, Ásgeir Örn Ólafsson, Guðmundur Pétursson, Jordao Diogo.

Lið Fjölnis: Hrafn Davíðsson, Gunnar Valur Gunnarsson, Pétur Georg Markan, Gunnar Már Gunnarsson, Ómar Hákonarson, Ólafur Páll Johnsen, Magnús Ingi Einarsson, Ólafur Páll Snorrason, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Óli Stefán Flóventsson, Kristján Hauksson.

Varamenn: Þórður Ingason, Tómas Leifsson, Heimir Snær Guðmundsson, Davíð Þór Rúnarsson, Andri Valur Ívarsson, Geir Kristinsson, Kolbeinn Kristinsson.

Skagamennirnir Gunnlaugur Jónsson og Bjarni Guðjónsson gætu leikið í fyrsta …
Skagamennirnir Gunnlaugur Jónsson og Bjarni Guðjónsson gætu leikið í fyrsta sinn saman í KR-búningnum í kvöld. mbl.is/Brynjar Gauti
KR 2:0 Fjölnir opna loka
90. mín. Ómar Hákonarson (Fjölnir) fer af velli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert