Margrét Lára með fimm í sigri á Fjölni

Margrét Lára skoraði fimm mörk í 5:0-sigri Vals í kvöld.
Margrét Lára skoraði fimm mörk í 5:0-sigri Vals í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson.

Valskonur stefna ótrauðar í átt að Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu og þær lögðu neðsta lið deildarinnar, Fjölni, að velli í kvöld með fimm mörkum gegn engu. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði öll mörk Vals í leiknum.

Valur er því enn í efsta sæti deildarinnar og hefur nú, eftir tap KR gegn Breiðabliki á sunnudag, sex stiga forystu auk þess að vera með langbestu markatöluna, en sex umferðir eru eftir af deildinni. Fjölnir er í neðsta sæti með fimm stig, stigi á eftir HK/Víkingi og þremur stigum á eftir Keflavík.

Myndasyrpa Ómars Óskarssonar ljósmyndara Morgunblaðsins úr leiknum er hér fyrir neðan.

Margrét Lára í leik gegn Keflavík á dögunum.
Margrét Lára í leik gegn Keflavík á dögunum. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert