Sara valdi Breiðablik

Sara Björk Gunnarsdóttir í leik Íslands og Slóveníu.
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik Íslands og Slóveníu. mbl.is/Eggert

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, mun ganga í raðir Breiðabliks á lánssamningi frá liði sínu Haukum áður en félagsskiptaglugginn lokar á föstudag. Sara Björk, sem er 17 ára gömul, hefur leikið með Haukum alla sína tíð en liðið er sem stendur í neðri hluta 1. deildar og á aðeins þrjá leiki eftir á tímabilinu, og vildi hún því komast til liðs í Landsbankadeildinni með komandi verkefni íslenska landsliðsins í huga.

Ljóst er að fleiri lið vildu næla í þennan sterka leikmann en Sara Björk kaus að fara til Breiðabliks sem er í 3. sæti deildarinnar.

„Sara Björk er þannig leikmaður að hún væri góður styrkur fyrir hvaða lið sem er í deildinni. Hún á eftir að auka breiddina í okkar hópi og efla okkar lið,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Þór/KA þann 9. ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert