„Þetta varðar mannréttindi“

Benis Krasniqi í búningi HK.
Benis Krasniqi í búningi HK. www.hk.is

Benis Krasniqi, 27 ára gamall varnarmaður í knattspyrnu frá Kósóvó sem gekk til liðs við HK á dögunum fékk ekki leikheimild með liðinu áður en félagsskiptaglugginn lokaði um mánaðamótin.

Ástæðan er sú að Kósóvó, sem er nýbúið að fá sjálfstæði frá Serbíu, er ekki komið með fullgilt knattspyrnusamband og getur ekki staðfest félagsskipti að hálfu FIFA. FIFA vísaði málinu frá sér og á Serbana, sem segir málið ekki eiga heima innan serbneska sambandsins.

 „Benis er giftur konu frá Kósóvó sem hefur íslenskan ríkisborgararétt og býr hér á landi. Hann kom því til Íslands og ætlar að búa hér. Þar sem hann er landsliðsmaður fyrir heimaland sitt vildi hann finna sér lið hér á landi til að leika með knattspyrnu. Þetta varðar mannréttindi," sagði Sigurður Ágústsson í meistaraflokksráði HK.

Nánar er fjallað um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Það er meira í Mogganum!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert