„Það er alltaf gaman að skora og líka að leggja upp mark, og ekki síst þegar maður var með alla stúkuna með sér,“ sagði Albert Brynjar Ingason, framherji Vals eftir 2:0 sigur á Fylki í gær.
Albert færði sig um set fyrir þetta tímabil, fór frá Fylki í Val og hann sagði það hafa komið sér nokkuð á óvart að heyra hversu vel stuðningsmenn Fylkis létu við hann í leiknum. „Ég var eini maðurinn á vellinum sem var með alla stúkuna með mér. Þeir mega alveg koma á fleiri leiki hjá okkur, eða við að spila oftar við þá. Þetta var virkilega þægileg tilfinning,“ sagði sóknarmaðurinn.
„Það var líka gaman að leika með Gumma þarna frammi en þetta er í fyrsta sinn sem við gerum það. Ég hef reyndar komið inn á öðru hverju en ekki byrjað með honum og spilað heilan leik. Það var bara gaman.
Við vildum vera skynsamir og féllum því til baka eftir markið, en óþarflega mikið samt. Við ætluðum ekki að gefa mörg færi á okkur og það gekk upp. Þrjú stig og þriðja sætið var stefnan og það tókst.
Það eru fimm stig í toppinn og það er ekki neitt. Það er nóg eftir af þessu.
Mér finnst erfitt að sjá mitt gamla félaga svona neðarlega í töflunni, en ég er alveg viss um að Fylkir falli ekki,“ sagði Valsmaðurinn Albert Brynjar Ingason eftir sigurinn í kvöld.
Textalýsing var á mbl.is í kvöld og nánar verður flallað um leik Vals og Fylkis í Morgunblaðinu í fyrramálið.