Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, þurfti að horfa upp á þriðja tapið í röð hjá sínum mönnum þegar þeir fengu Grindvíkinga í heimsókn í Grafarvoginn í kvöld.
,,Við höfum byrjað seinni umferðina þveröfugt við það hvernig við byrjuðum þá fyrri. Við byrjuðum á því að vinna öll þessi lið en nú hafa þau komið og svarað fyrir það. Leikurinn eru bara jafnir og stigin eru ekki að falla okkar megin í augnablikinu. Við þurfum bara að safna liði og fara að týna stig á nýjan leik. Þetta er náttúrulega ótrúlega þéttur pakki þarna í töflunni þannig að það er stutt á milli.“